Muscari macrocarpum

Ættkvísl
Muscari
Nafn
macrocarpum
Yrki form
´Golden Fragrance'
Íslenskt nafn
Ilmperlulilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Fjólublár en verður gulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Sjá aðaltegund.
Lýsing
Blómin minna á smáa, gula banana, það er þau neðstu í klasanum, en efstu blómin er sem fjólublá kóróna. Óvenjuleg blóm og með einkar sætan ilm.
Uppruni
Yrki.
Harka
7
Heimildir
= 1, https:/brentandbeckysbulbs.com/Muscari-macrocarpum-Golden-Fragrance/Grape-Hyacint/Muscari/Grape-Hyacint-bulbs-for sale
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í beð og kanta á hlýjum, sólríkum stöðum. Einnig er hægt að hafa plöntuna í kerjum þar sem ekki frýs!
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom sem laukur úr blómabúð 2007 og var gróðursett í beð það sama ár.