Muscari neglectum

Ættkvísl
Muscari
Nafn
neglectum
Íslenskt nafn
Klasaperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
M. racemosum Lamarck de Candolle, M. atlanticum Boissier & Reuter.
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómgunartími
Apríl-mai.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Laukar 1-2,5 sm í þverál, stundum með litla hliðarlauka. Lauf 3-6, upprétt-útstæð til jarðlæg með rennu til næstum sívöl, skærgræn, stundum rauðleit neðan, 6-10 sm x 2-8 mm.
Lýsing
Klasar þéttblóma, verða gisbóma þegar aldinin þroskast. Frjó blóm egglaga til aflöng-krukkulaga, mjög samandregin í grunninn, 1,5-3,5 x 3,5-7,5 mm, mjög dökk- til svarblá flipar hvítir, aftursveigðir. Ófrjó blóm minni og ljósari, sjaldan hvít.
Uppruni
Evrópa, N Afríka, SV Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Er ekki til í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.
Útbreiðsla
Eftirsóknarverð tegund, breytileg að stærð. Blómhlífarfliparnir skera sig mjög frá krónupípunni. Fjölgar sér mikið með æxlilaukum.