Muscari pallens

Ættkvísl
Muscari
Nafn
pallens
Íslenskt nafn
Heiðperlulilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
hvitur/blár m. fjólubláu ívafi
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Laukar egglaga, smáir. Lauf allt að 20 sm, jafnlöng eða lengri en blómstöngullinn, bandlaga, ydd verða stór efst.
Lýsing
Blómstöngull 15-20 sm, klasinn er stuttur, aflangur, þéttblóma, blómleggir stuttir, blómin álút, eru oddbaugótt, hvít eða blá með fjólubláa slikju, flipar aftursveigðir. Ófrjó blóm smá, hýði hliðflöt, hólf öfughjartalaga.
Uppruni
Kákasus.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning, laukar lagðir í september á um 8 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í blómaengi, í þyrpingar.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.