Myosotis arvensis

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
arvensis
Íslenskt nafn
Gleym-mér-ei
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Einær eða tvíær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærblár til dökkpurpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Einær eða tvíær jurt. Stönglar allt að 50 sm háir. uppréttir, oft með margar grannar greinar við grunninn, lítið eða þétt dúnhærð. Grunnlauf allt að 8 x 1,5 sm, öfugegglaga, með stuttan legg eða næstum legglaus. Stöngullauf lensulaga, legglaus.
Lýsing
Blómin skærblá til dökkpurpura, ekki með stoðblöð. Blómleggur allt að 1 sm, bikar allt að 7 mm langur með þegar hann er með fræjum. Flipar sveigðir inn undir sig, þétt þakin krókhárum. Króna allt að 3 mm í þvermál, bjöllulaga, krónutunga uppsveigð eða útstæð. Smáhnotir allt að 2,5 x 1 mm, egglaga, svört með hrygg.
Uppruni
Evrópa., NA Afríka, Asía, hefur numið land N Ameríku.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í íslensku beðin, í steinhæðir í kanta.
Reynsla
Íslenskar plöntur eru í ræktun í Lystigarðinum, oft sjálfsánar.