Myosotis discolor

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
discolor
Íslenskt nafn
Kisugras
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölgulur, verður blár.
Blómgunartími
Maí-september.
Hæð
5-15 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin fremur grönn jurt með stutt hár. Stöngull oft með eitt par af gagnstæðum laufum. Stöngullinn með útstæð hár neðantil og aðlæg hár ofar.
Lýsing
Blómin örsmá (1-2 mm í þvermál), fölgul til rjómalit í fyrsti en verða bleikfjólublá eða blá með aldrinum. Krónublöðin ekki sýld. Bikar þakinn krókbognum hárum. Bikar lengri en leggurinn þegar fræin eru þroskuð (líka þau blóm sem eru neðst í axinu).
Uppruni
Evrópa, hefur numið land í N-Ameríku.
Heimildir
= www.naturespot.org.uk/species/changing-forget-me-not, www.plant-identification.co.uk/skye/boraginaceae/myosotis-discolor.htm
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í íslenska beðið.
Reynsla
Gömul í Lystigarðinum, heldur sér við með sáningu.