Myosotis stricta

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
stricta
Íslenskt nafn
Sandmunablóm
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölblár, skærblár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Einær jurt. Stönglar allt að 40 sm háir, uppréttir eða uppsveigðir, mjög greinóttur neðst, þaktir hvítum krókhárum neðst. Grunnlauf allt að 4 x 1 sm, aflöng til aflöng-spaðalaga eða lensulaga, snubbótt til bogadregin í oddinn, með útstæð hár og nokkur krókhár. Stöngullauf fá, egglensulaga, legglaus.
Lýsing
Blómskipunin allt að 20 sm þegar aldinin eru þroskuð, blómin þétt við toppinn. Blómin smá, föl- til skærblá, blómleggur allt að 1,5 mm, hálfuppréttur, dúnhærður. Bikar allt að 4 mm þegar aldinin hafa þroskast með niðurstæð krókhár og aðlæg, bein hár við grunninn. Krónan allt að 2 mm í þvermál, pípu-bjöllulaga. Smáhnetur allt að 1,5-1 mm, egglaga, hálfsnubbóttar, dökkbrúnar, áberandi hryggjóttar, kjallaga við oddinn.
Uppruni
Evrópa, N Afríka, V Asía.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í íslensku beðin.
Reynsla
Einær tegund sem stundum er ræktuð í íslensku beðunum, oftast þarf að sækja hana út í náttúruna.