Myosotis sylvatica

Ættkvísl
Myosotis
Nafn
sylvatica
Íslenskt nafn
Garðmunablóm
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Samheiti
M. arvensis (L.) Hill v. sylvatica Person
Lífsform
Tvíær jurt eða fjölær og skammlíf.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skærblár, purpura, bláleitur eða bleikur, sjaldan hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Tvíær jurt eða skammlíf, fjölær jurt, mjög greinótt, myndar ekki hnausa eða þúfur. Stönglar allt að 50 sm háir, stakir eða fáeinir, uppréttir eða því sem næst, með þétt aðlæg eða útstæð hár. Lauf grágræn, grunnlauf allt að 11 x 3 sm, oddbaugótt-aflöng eða aflöng-spaðalaga til lang-lensulaga, sjaldan egglaga, snbbótt til bogadregin í oddinn, oft fín broddydd. Efra borð þétt hært, hár útstæð og vita upp á við. Neðra borð minna hært. Grunnur mjókkar í greinilegan legg.
Lýsing
Blómskipunin verður allt að 15 sm þegar fræið er fullþroskað, stoðblaðalaus. Blómleggir allt að 1 sm, aldinleggir 1,5-2 x lengri en aldinbikarinn. Blómin ilma. Bikar allt að 5 mm við aldinþroskann, bjöllulaga, þétthærður, hárin bogin, aðlæg eða útstæð, með mörg útstæð, krókbogin hár, flipar mjó þríhyrndir eða lensulaga. Króna 7-11 mm í þvermál, flipar bogadregnir, flatir, ekki sýldir, skærblá, purpura, bláleit eða bleik, sjaldan hvít með gult auga, gulir ginleppar. Krónupípa 2-3 mm. Stíll 1,5-2,5 mm. Smáhnetur 1,7-2 x 1,2-2 mm, egglaga til sporvala, ydd, svartbrún, hver með ógreinilegan kraga.
Uppruni
Evrópa (nema SV og víða nyrst), N Afríka, V Asía.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Þessi tegund og yrki af henni eru mest ræktuð sem tvíær væru. Sáð um mitt sumar og plöntur gróðursettar vorið eftir. Sáir sér töluvert og heldur sér þannig við og á það einnig við um yrkin. Þessi yrki hafa lifða mislengi í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
Fjöldi yrkja er í ræktun til dæmis 'Blue Ball' með heiðblá blóm, þéttvaxið yrki, 'Blue Basket' hálfupprétt yrki með heiðblá blóm, 'Carmine King', með bleik blóm,'Snowball' með hvít blóm og mörg fleiri.