Myrrhis odorata

Ættkvísl
Myrrhis
Nafn
odorata
Íslenskt nafn
Spánarkerfill
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær, stórvaxin jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 200 sm
Vaxtarhraði
Vex hratt.
Vaxtarlag
Fjölær ilmandi, hávaxin jurt, allt að 200 sm há. Stönglarnir eru holir, smádúnhærðir. Laufin 2-3 sjaðurskipt, laufhlutarnir 1-3 sm, aflangir-lensulaga, fjaðurskiptir til djúptenntir, ljós neðan, oft með hvíta bletti.
Lýsing
Sveipir samsettur með 2-20 dúnhærða geisla 1,3 sm, engin reifalöð, smáreifar um 5 grönn smástoðblöð, blómin hvít, karlkyns og tvíkynja á endastæðum sveip. Krónublöðin fleyglaga-öfugegglaga, þau ystu eins og geislar. Aldin 15-25 mm, bandlaga-aflöng, klofaldin með hvassa hryggi, dökkbrún með þornhár.
Uppruni
Evrópa.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning eða skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í sumarbústaðaland. Ræktuð sem lækningajurt og kryddjurt til matar. Öll plantan með anísbragði og var áður notuð til matar og/eða sem krydd til dæmis í súpur.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, sem vex vel og myndar fræ. Ef plantan er ræktuð í görðum er gott að klippa blómin áður en fræ myndast, því annars sáir plantan sér auðveldlega út.