Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Mary Copeland'
Höf.
William F.M. Copeland, pre 1913, England.
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Skjannahvítur, hjákróna appelsínugul.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
30-68 sm
Lýsing
Blómin 9,5-10 sm í þvermál. Blómhlíf og aðrir blómhlífarhlutar breið-egglaga, snubbótt, dálítið þverstýfð, skjannahvít með brennisteinsgulan grunn, skarast. Ytri blómhlífarblöðin útstæð eða ögn innsveigð, broddydd, innri blómhlífarblöðin er um það bil jafnlöng og þau ytri er ekki eins áberandi broddydd, ögn innsveigð, jaðrar innundnir, þrír hvítir flipar í miðjunni eru mjög mikið innsveigðir, jaðra djúpt innundnir. Hjákrónuhlutar eru mjög stuttir, sumir innan um blómhlífarflipana, sumir í þyrpingu í miðjunni, næstum samfelldir, appelsínugulir, með breiða slikju af skarlatsrauðu-appelsínugulu bandi, kögrað. Ilmandi.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
daffseek.org/query/query-detail.php?value1=Mary%20Copland&lastpage=1
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í beð, undir tré og runna, í ker og víðar.
Reynsla
Plantan er ekki til í Lystigarðinum. Myndir eru af plöntum í Grasagarði Reykjavíkur.