Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Fortissimo'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur, hjákróna dökkappelsínugulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
45-50 sm
Vaxtarlag
Plönturnar 45-50 sm háar. Eitt blóm er á hverjujm stöngli. Krónan er meira en 1/3 af lengd blómhlífarinnar en styttri en lengd blómhlífarinnar. Laufin bandlaga til tungulaga, græn í uppréttum til útbreiddum brúski.
Lýsing
Blómin stór. Blómhlífarblöðin gul, hjákróna stór, skær appelsínugul, trektlaga, ögn rykkt í opið.
Uppruni
Yrki.
Sjúkdómar
Laukar geta rotnað ef jarðvegurinn er of blautur.
Harka
4
Heimildir
= www.missouribotanicalgarden.org/PlantFinder/PlantFinderDetails.aspx?taxonid=251072&isprofile=0&Upplýsingar af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar, laukar eru lagðir í september á 15-20 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í beð, sem undirgróður, þrífst vel á góðum vaxtarstað.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1990 og 1991, þrífst vel.