Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Yellow Cheerfulness'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi), skjól.
Blómalitur
Brennisteinsgulur, hjákróna skærgul og gul-appelsínugul í kant opsins.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
35-40 sm
Vaxtarlag
Verðlaunayrki frá því um 1937. Myndar brúsk. Eitt eða fleiri (4) blóm á hverjum stöngli, annað hvort blómhlífarblöð eða hjákróna eða hvort tveggja ofkrýnd.
Lýsing
Plönturnar eru 35-40 sm háar. Stórblóma yrki með mörg blóm á stilk, blómstrar fremur seint. Blómin 2-3 sm í þvermál, ilma. Blómhlífarblöð brennisteinsgul, fremur breið, skarast, hjákrónan ofkrýnd, skærgul og gul-appelsínugul í kant opsins.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
= https://www.rhs.org.uk/Plants/95120/Narcissus-Yellow-Cheerfulness-%284%29/Details, Upplýsingar á umbúðum laukanna og af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar. Laukar lagðir í september á 15-20 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð, í beðkanta, í ker og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1998 og 1999, þrífast vel á góðum vaxtarstað.
Yrki og undirteg.
ATHUGASEMD: Plantan er eitruð, ekki borða hana!