Narcissus

Ættkvísl
Narcissus
Yrki form
'Tahiti'
Íslenskt nafn
Skírdagslilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Gullgulur, miðflipar skær rauðappelsínugulir.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
35-40 sm
Vaxtarlag
Plönturnar hávaxnar eða 35-40 sm háar. Eitt eða fleiri blóm á stilk. Ofkrýnd blómhlífarblöð eða ofkrýnd hjákróna eða hvort tveggja.
Lýsing
Blómhlífarblöð gullgul, stór, blómin fyllt með styttri skær rauðappelsínugulum krónublaðahlutum/miðflipum sem minna á pífu í miðjunni. Verðlaunayrki.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1, Upplýingar af netinu Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta frá 2002, laukar keyptir í blómabúð. Á erfitt uppdráttar. Þarf góðan vaxtarstað og líklega áburð árlega.