Narcissus cyclamineus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
cyclamineus
Íslenskt nafn
Febrúarlilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Apríl.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Laukur allt að 2 sm, brúnleitur. Lauf 15-30 sm × 4-6 mm, skærgræn. Blómstilkur 15-30 sm.
Lýsing
Blóm stök, drúpandi eða vita næstum beint niður. Hulsturblað er um 2 sm, græn á blómgunartímanum, verður seinna himnukennt. Blómleggir 1,5-2,5 sm. Blómhlífarpípa 2-3 sm, blómhlífarblöð allt að 2 sm, lensulaga, aftursveigð um næstum 180° að krónunni, hylur egglegið. Blómhlíarpípa og hluti blómleggsins gulur. Hjákróna allt að 2 sm, sívöl en víkkar örlítið efst, jaðrar tenntir eða bogtenntir.
Uppruni
NV Portúgal, NV Spánn
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í runnabeð.
Reynsla
Febrúarliljan er formóðir margra, vinsælla, snemmblómstrandi blendinga.
Yrki og undirteg.
'Peeping Tom', 'February Gold' gullgular, 'February Silver' með hvít krónublöð/gul hjákróna, 'Jack Snipe' hvít m/gula, stutta hjákrónu,'Téte á Tete' ljósgul með dekkri hjákrónu og fleiri.
Útbreiðsla
Febrúarliljan er formóðir margra, vinsælla, snemmblómstrandi blendinga