Narcissus cyclamineus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
cyclamineus
Yrki form
'Jetfire'
Íslenskt nafn
Febrúarlilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. × cyclamineus) .
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Skærgulur, hjákróna appelsínurauðgul.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarlag
Oftast eitt blóm á stilk, blómhlífarblöð aftursveigð, blóm mynda hvasst horn við stilkinn.
Lýsing
Þetta yrki er amerískur blendingur sem blómstrar snemma og í uppáhaldi hjá mörgum.Plönturnar eru 20-25 sm háar. Blómin fremur smá. Blómhlífarblöðin skærgul/fagurgul, aftursveigð, hjákróna appelsínurauðgul, mjó og næstum ekkert útvíð.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
1, upplýsingar af umbúðum laukanna sem og af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, á sólríkum stöðum upp við hús og víðar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta, laukarnir voru keyptir 2000. Dugleg planta sem blómstrar í maí. Þrífst vel alveg upp við húsvegginn sunnan undir sem og úti í beði.