Narcissus jonquilla

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
jonquilla
Íslenskt nafn
Jónsmessulilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Laukur 1-2,5 sm, dökkbrúnn. Lauf upprétt, dökkgræn, næstum sívöl, með rennu að innanverðu, dálítið rákótt á ytri hlið, 1-4 mm breið.
Lýsing
Blóm í 2-5-blóma sveip, ilma mikið, gul. Blómleggir eru mislangir, þeir lengstu allt að 5 sm. Blóm 2-3,5 sm í þvermál. Blómhlífarpípan bein, 2-3 sm. Blómhlífarblöð egglaga til oddbaugótt eða öfugegglaga, broddydd, 1-1,5 sm. Hjákróna 2-4 mm há, 9-15 mm í þvermál með sama lit og blómhlífarblöðin, jaðar fínbogtenntur.
Uppruni
Spánn, Portúgal og hefur numið land víða í Evrópu.
Harka
4
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Hliðarlaukar, laukar eru lagðir í september á 15-20 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi, í grasflatir. Mikið ræktuð í Frakklandi til ilmvatnsframleiðslu.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis.