Narcissus jonquilla

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
jonquilla
Yrki form
'Pueblo'
Íslenskt nafn
Jónsmessulilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. × jonquilla)
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi. Garðskálar.
Blómgunartími
Mars-apríl.
Hæð
- 30 sm
Lýsing
Blómin eru sítrónugul þegar þau springa út og verða beinhvít með aldrinum með sítrónugula hjákrónu. Ilmandi.Mjög blómviljug.
Uppruni
Yrki.
Heimildir
= www.sararaven.com/flowers/bulbs/narcissi/narcissus_pueblo.htm, www.johnscheepers.com/narcissus-pueblo.html, davesgarden.com/guides/pf/go/122451/#b
Fjölgun
Hliðarlaukar. Laukar lagðir í 10-15 sm dýpt með 8-10 sm millibili.
Notkun/nytjar
Garðskálar. Góð í ker. Góð í vasa, stendur lengi. Stilkarnir gefa frá sér eitur, sem getur verið bagalegt fyrir aðrar plöntur í blómvendinum.Meðalvökvun.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum.