Narcissus jonquilla

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
jonquilla
Yrki form
'Pipit'
Íslenskt nafn
Jónsmessulilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. × jonquilla)
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölsítrónugulur, hjákróna verður hvít.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 20 sm
Vaxtarlag
Plönturnar eru yfirleitt með 1-3 blóm á sívölum stilk. Lauf mjó, dökkgræn, blómhlífarblöð útstæð, ekki aftursveigð, blóm ilma.
Lýsing
Plönturnar eru um 20 sm háar með meðalstór blóm. Blómhlífin fölsítrónugul, raunar hvít innst, hjákrónan hvít, (eða verður hvít með aldrinum) meðallöng, nokkuð útvíð.
Uppruni
Yrki.
Harka
4
Heimildir
1, Upplýsingar af umbúðum laukanna.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í hlý og sólrík beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær planta frá 1998 og 1999, laukar keyptir í blómabúð. Lifir úti í beði. Þrífst vel alveg upp við húsvegginn sunnan undir og blómstrar mikið þar.