Narcissus jonquilla

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
jonquilla
Yrki form
Baby Moon
Íslenskt nafn
Jónsmessulilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. × jonquilla)
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Notuð sem steinhæðaplanta erlendis.
Blómalitur
Fagurgulur, hjákróna ljósari gul.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Plönturnar eru yfirleitt með 1-3 blóm á sívölum stilk. Lauf mjó, dökkgræn, blómhlífarblöð útstæð, ekki aftursveigð, blóm ilma.
Lýsing
Plönturnar eru um 18 sm háar. Blómin fagurgul, blómhlífarblöðin snubbótt, lítið eitt ljósari en hjákrónan, sem er grunn og víð. Ein af páskaliljunum sem blómstra seinast.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 1, Upplýsingar af netinu: Van Engelen Inc.
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Gróðurskálar.
Reynsla
Skammlíft yrki.