Narcissus jonquilla

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
jonquilla
Yrki form
Suzy
Íslenskt nafn
Jónsmessulilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. × jonquilla)
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur, hjákróna appelsínugul.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Um 40 sm
Vaxtarlag
Laukur 1-2,5 sm, dökkbrúnn. Lauf upprétt, dökkgræn, næstum sívöl, með rennu að innanverðu, dálítið rákótt á ytri hlið, 1-4 mm breið
Lýsing
Blómhlífarblöð skærgul, fremur breið skarast dálítið, hjákrónan meðalgrunn, mikið útvíð, appelsínugul.
Uppruni
Yrki.
Harka
H4
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í gróðurskála.
Reynsla
Skammlíf.