Narcissus poeticus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
poeticus
Ssp./var
ssp. radiiflorus
Höfundur undirteg.
(Salisb.) Baker
Íslenskt nafn
Baugalilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
Narcissus radiiflorus Salisbury, N. angustifolius Haworth
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, hjákróna skærgul með rauðan jaðar.
Blómgunartími
Vor-sumar.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Lík hvítasunnulilju (Narcissus poeticus) en lauf eru mjórri en á undirtegundinni, blómið uppréttara. Hjákróna bollalaga, 2-2,5 sm há, 8-10 mm í þvermál skærgul með rauðan jaðar.
Lýsing
Blómhlífarblöð 2,2-3 sm, mjó-öfugegglega, mjókka í áberandi nögl, skarast ekki eða örlítið neðst. Hjákróna bollalaga, 2-2,5 sm há, 8-10 mm í þvermál skærgul með rauðan jaðar. Mjög breytileg tegund sem ekki er alltaf auðvelt að aðgrein hana frá hvítasunnulilju (N. poeticus).
Uppruni
Sviss, Austurríki, Júgóslavía.
Harka
3
Heimildir
= 2, en.wikipedia.org/wiki/Narcissus-poeticus,
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, undir tré eða runna og víðar.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða eldri eru til í Lystigarðinum.