Narcissus pseudonarcissus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
pseudonarcissus
Íslenskt nafn
Páskalilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til djúpgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 90 sm
Vaxtarlag
Laukur 2-5 sm, dökk- eða ljósbrúnir. Lauf 8-50 sm × 5-16 mm, oftast bláleit, upprétt og ögn útstæð, snubbótt. Blómstilkar oftast lengri en laufin, allt að 90 sm.
Lýsing
Hulsturblað 2-6 sm, himnukennt. Blómhlífarpípa 1,5-4,5 sm eða meir, hvít til djúp gul, jaðrar stundum áberandi útbreiddir og þá stundum baksveigðir, örlítið tenntir til djúptenntir eða flipóttir. Fræflar og stíll alveg inni í hjákrónunni. Frjóhnappar þétt saman og mynda hring neðan við frænið.
Uppruni
V Evrópa, en hefur verið ræktuð lengi og numið land víða.
Harka
4
Heimildir
1,2
Fjölgun
Hliðarlaukar, laukar lagðir í september á 15-20 sm dýpi.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í grasflatir.
Reynsla
Harðgerð tegund, góð til afskurðar.
Yrki og undirteg.
'Trousseau' hvít/gul hjákróna 'Van Sion' gullgul, 'Golden Harvest' fagurgul, 'Spellbinder' sítrónugul, 'Magnet' fölgul,'King Alfred' ljósskærgul, 'Queen of Bicolors' ljósgul krónublöð/dimmgul hjákróna.
Útbreiðsla
Páskaliljan er útbreiddasta Narcissus-tegundin og sú sem erfiðast er að greina.