Narcissus pseudonarcissus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
pseudonarcissus
Ssp./var
ssp. major
Höfundur undirteg.
(Curtis) Baker.
Íslenskt nafn
Páskalilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Gulur til djúpgulur, hjákróna í sama lit.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
- 90 sm
Lýsing
Lauf 20-50 sm × 5-15 mm. Blóm lárétt til næstum upprétt, blómleggir 8-30 mm. Blómhlífarblöð, 1,8-4 sm, gul til djúpgul, undin, hjákróna 2-4 sm, með sama lit og blómhlífarblöðin, jaðar hjákrónu ± útvíðir.
Uppruni
S Frakkland, Spánn.
Harka
H4
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í fjölæringabeð og víðar.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða eldri eru til í Lystigarðinum.