Narcissus pseudonarcissus

Ættkvísl
Narcissus
Nafn
pseudonarcissus
Ssp./var
ssp. obvallaris
Höfundur undirteg.
(Salisbury) Fernandes
Íslenskt nafn
Páskalilja
Ætt
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae).
Samheiti
(N. obvallaris Salisbury
Lífsform
Laukur, fjölær.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Djúpgullgulur, hjákróna djúpgul.
Blómgunartími
Vorblómstrandi.
Hæð
- 90 sm
Vaxtarlag
Lauf 8-50 sm × 5-16 mm, oftast bláleit, upprétt og ögn útstæð, snubbótt. Blómstilkar oftast lengri en laufin, allt að 90 sm.
Lýsing
Lauf 20-30 sm × 8-10 mm. Blóm lárétt, blómleggir 1-15 sm. Blómhlífarblöð 2,5-3 sm, djúpgullgul. Hjákróna 3-3,5 sm, með sama lit og blómhlífarblöðin, jaðrarnir útvíðir og stundum baksveigðir
Uppruni
Óvíst um upprunann, hefur náð rótfestu í Wales (Bretlandi).
Harka
H2
Heimildir
= 2
Fjölgun
Hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Í trjá og runnabeð, í beðkanta og víðar.
Reynsla
Þrífst mjög vel, allt að 50 ára plöntur eða eldri og yngri eru til í Lystigarðinum.