Nemesia stumosa

Ættkvísl
Nemesia
Nafn
stumosa
Yrki form
'Carnival'
Íslenskt nafn
Fiðrildablóm
Ætt
Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
Lífsform
Einær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Ýmsir blómlitir, sum blómin tvílit.
Blómgunartími
Júní, júlí, ágúst.
Hæð
15-60 sm
Vaxtarlag
Sjá aðaltegund.
Lýsing
Þéttir brúskar, þaktir blómum. Sjá annars aðaltegund.
Uppruni
Yrki.
Harka
9
Heimildir
= 1, www.thompson-morgan.com,
Fjölgun
Sáning. Sáð í febrúar, mars, apríl við 13-15C°, í góða sáðmold. Fræinu er yfirborðssáð og fræinu þrýst mjúklega niður í moldina. Haldið röku en ekki blautu. Skyggið ekki. Spírun tekur oftast 7-21 dag. Haldið jarðvegshitanum undir 19°C. Þegar kímplönturnar eru orðnar nóu stórar til að handfjatla þær eru þær fluttar í 7,5 sm potta og latnar vaxa við svaar aðstæður. Plönturnar eru svo hertar smámsaman og aðlagaðar hitastiginum utandyra í 10-15 daga áður en þær eru gróðursettar úti þegar frosthættan er liðin hjá á sólríkan stað.
Notkun/nytjar
Í sumarblómabeð, í ker og potta, í steinhæðir.
Reynsla
Ágætt sumarblóm, vill stundum rotna síðsumars ef votviðrasamt er.