Nepeta cataria

Ættkvísl
Nepeta
Nafn
cataria
Yrki form
'Citriodora'
Íslenskt nafn
Kattanípa
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur með bláfjólubláar doppur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Stönglar allt að 100 sm, greinóttir, uppréttir, grádúnhærðir til lóhærðir. Lauf 3,5-8 x 2-5 mm, egglaga, hjartalaga við grunninn, sagtennt, grálóhærð neðan, laufleggur allt að 40 mm. Smástoðblöð 1,5-3 mm, bandlaga-sýllaga.
Lýsing
Blómin allt að 35 í axlíkri blómskipun með langt bil á milli neðri blómkransanna. Bikar 5-6,5 mm, egglaga, pípan bogin, tennur hálfuppréttar, misstórar. Króna 6-10 mm, hvít með bláfjólubláar doppur, pípan nær stutt fram úr bikarnum.
Uppruni
Evrópa, SV og M Asía.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem var sáð til 2011 og gróðursett í beð 2015 og önnur sem sáð var til 2013 og gróðursett í beð 2015, þrífast vel. Gætu reynst skammlífar.
Yrki og undirteg.
Yrkið 'Citriodora' er með sítrónuilm.