Nepeta grandiflora

Ættkvísl
Nepeta
Nafn
grandiflora
Íslenskt nafn
Kisunípa
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með upprétta stöngla, 40-80 sm háa, greinótta, hárlaus eða smádúnhærð. Lauf allt að 10 sm, egglaga, hjartalaga við grunninn, bogtennt, hárlaus, smástoðblöð 3 mm, bandlaga - sýllaga.
Lýsing
Blóm á langdregnum stilk, í slitróttu axi. Bikar 9,5-11 mm, oft blá, tennur 1,5-2 mm, lensulaga. Króna 14-17 mm, blá, pípan stendur út úr króninni.
Uppruni
Kákasus, A og AM Evrópa.
Sjúkdómar
Mjölsveppur.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta, steinhæðir.
Reynsla
Góð - er í F4-A02 940668