Nepeta nervosa

Ættkvísl
Nepeta
Nafn
nervosa
Íslenskt nafn
Læðunípa
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár eða gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 60 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, sem myndar brúsk, allt að 60 sm há, næstum hárlaus. Laufin allt að 10 sm, bandlensulaga, heilrend eða lítið eitt tennt, með greinilega æðastrengi, neðri laufin með stuttan legg, þau efri legglaus.
Lýsing
Blómskipunin þétt, sívalur klasi allt að 15 sm langur. Bikar hálf lengd krónunnar, tennur sýllaga, randhærðar, jafnlangar pípunni. Krónan allt að 12 mm, blá eða gul.
Uppruni
Kasmír.
Harka
5
Heimildir
= 1, www.perennials.com/plants/nepeta-nervosa.html
Fjölgun
Sáning, skipting að vorinu.
Notkun/nytjar
Í beð með fjölæringum, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2001, þrífst vel.