Nepeta subsessilis

Ættkvísl
Nepeta
Nafn
subsessilis
Íslenskt nafn
Hamranípa
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Fölpurpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Upprétt fjölær jurt með egglaga, ljósgræn, ilmandi lauf.
Lýsing
Blómskipunin í krönsum með fölpurpura blóm. Blómin 2 sm löng, mynda langt, lotið ax.
Uppruni
Japan.
Sjúkdómar
Sniglar geta skemmt ungar plöntur.
Heimildir
= https://www.rhs.org.uk/Plants/67737/Nepeta-subsessilis/Details
Fjölgun
Skipting að vori, græðlingar teknir snemmsumars, sáning að haustinu.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 1995, þrífst vel. Þarf gott frárennsli. Hefur reynst vel í Lystigarðinum, afar auðveld í ræktun og þrælharðgerð.