Nothofagus antarctica

Ættkvísl
Nothofagus
Nafn
antarctica
Íslenskt nafn
Snælenja
Ætt
Beykiætt (Fagaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulgrænir reklar.
Hæð
2-8 m (-17m)
Vaxtarlag
Lítið, lauffellandi tré með flæktar greinar eða runni allt að 17 m hár í heimkynnum sínum. Krónan er óregluleg, opin. Vex sem runni hérlendis. Ungar treinar hárlausar, grænar með rauðleita slikju efst.
Lýsing
Lauf 1,5-4 sm, aflöng, fín- en óreglulega tennt, 4 æðapör sem ekki eru samsíða og 3-8 litlar tennur milli æðaanna, gláandi dökkgræn á efra borði en fölari á því neðra, oft með sætan ilm. Blöðin eru hárlaus, nema með hár á æðastrengjunum. Karlblóm stök, 8-13 fræflar. Aldin græn með rauðleitan odd, 4-hólfa 5-7 mm bikaraldin, hreistur heilrend, hnetur 3 talsins, 6 mm.
Uppruni
Trjátegund frá suðurodda S-Ameríku. Þekur hlíðar hátt í fjöll upp í Chile og Argentínu og vex í dölum Eldlandsins.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Hér á landi virðist snælenja dafna við sömu skilyrði og birki - en þarf þó betra skjól en það og mun meiri framræslu. Lítil reynsla enn sem komið er en ýmislegt bendir til að hún komi til með að þrífst þokkalega á bestu svæðum.