Nuphar lutea

Ættkvísl
Nuphar
Nafn
lutea
Íslenskt nafn
Nykurrós
Ætt
Nykurrósaætt (Nymphaeaceae)
Lífsform
Fjölær vatnaplanta.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Flotlauf allt að 40 x 30 sm, egglaga aflöng til hálfkringlótt. Skerðingin allt að 20 sm. Kaflæg lauf breið egglaga til kringlótt.
Lýsing
Blómin allt að 6 sm í þvermál, lykta illa, bikarblöð 5, allt að 3 sm, skærgul á innra borði, breið egglaga. Krónublöð 18-20, allt að 10 mm, spaðalaga, frænisskífa með 15-20 geisla. Aldin allt að 6 sm.
Uppruni
A Bandaríkin, V Indíur, N Afríka, Evrasía
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, þrífst best í um 1 m djúpu vatni.
Notkun/nytjar
Í tjarnir, í skurði, má ekki botnfrjósa.
Reynsla
Meðalharðgerð, hefur þrifist ágætlega í Lystigarðinum en ekki blómgast síðustu ár.