Oenothera perennis

Ættkvísl
Oenothera
Nafn
perennis
Íslenskt nafn
Húmljós
Ætt
Eyrarrósarætt (Onagraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Hæð
0,1-0,5m
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 10-50 sm há. Stönglar grannir, ógreindir eða með fáeinar greinar. Grunnlauf 2,5-5 sm, spaðalaga eða öfuglensulaga, heilrend að mestu, fínlega snarphærð.
Lýsing
Blómin í strjálblóma, laufóttu axi, knúppar álútir. krónublöð 6-7 mm, gul. Hýði oddbaugótt til aflöng.
Uppruni
A N-Ameríka
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölæringum.