Fjölær jurt, 10-50 sm há. Stönglar grannir, ógreindir eða með fáeinar greinar. Grunnlauf 2,5-5 sm, spaðalaga eða öfuglensulaga, heilrend að mestu, fínlega snarphærð.
Lýsing
Blómin í strjálblóma, laufóttu axi, knúppar álútir. krónublöð 6-7 mm, gul. Hýði oddbaugótt til aflöng.