Omphalodes verna

Ættkvísl
Omphalodes
Nafn
verna
Íslenskt nafn
Vormunarauga
Ætt
Munablómaætt (Boraginaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Blár.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 20 sm hár, með ofanjarðarrenglur. Grunnlauf allt að 20 x 6 sm, egglaga eða egglensulaga til hjartalaga, broddydd til langydd, lítið eitt loðin, með langan lauflegg. Stöngullauf minni, egglaga til oddbaugðótt, leggstutt eða legglaus.
Lýsing
Blómskipunin endastæð, með stoðblöð við grunninn. Blómin allt að 12 mm í þvermál, blá. Blómleggir allt að 12 mm þegar plantan er í blóma en aldinleggir allt að 30 mm þegar fræin hafa þroskast. Bikar allt að 4 mm, flipar oddbaugóttir, dúnhærðir. Króna allt að 10 mm. Smáhnotir/fræ allt að 2 mm, dúnhærð, jaðrar heilrendir.
Uppruni
Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning að vori, skipting að vori eða hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Lítið reynt hérlendis en virðist þrífast vel (H. Sig.) þar sem það hefur verið reynt. Myndir teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
'Alba' er með hvít blóm.