Onoclea sensibilis

Ættkvísl
Onoclea
Nafn
sensibilis
Íslenskt nafn
Festarburkni
Ætt
Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
Lífsform
Fjölær burkni.
Kjörlendi
Skjól, hálfskuggi.
Blómgunartími
Gróin þroskast frá júní til október.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Grófgerður, fjölær burkni með skriðula jarðstöngla. Burknalaufin tvenns konar, vaxa eitt og eitt upp af jarðstönglinum, eru netæðótt. Grólaus lauf allt að 1 m, fjaðurskipt, hárlaus, skammæ. Laufeggurinn er lengri en blaðkan. Blaðkan breið egglaga-þríhyrnd, smálauf í 8-12 pörum, allt að 8 sm breið, djúpflipótt til bylgjuð eða heilrend, aðalleggurinn með breiða vængi.
Lýsing
Gróbær blöð allt að 60 sm, stinn og upprétt, lensulaga, tvífjaðurskipt, verða dökkbrún. Smálauf með innundna jaðra, lykja um hópa gróbletta í flipum sem minna á rúm. Gróblettir hnöttóttir, eru á æðastrengjum, gróhulan þunn, himnukennd, skammæ.
Uppruni
A N Ameríka, A Asía.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, meðfram tjörnum. Getur orðið ágengur.
Reynsla
Vissara að skýla að vetri, sérstaklega þar sem snjóhulu nýtur ekki.Aðeins ein tegund í ættkvíslinni. Ræktuð vegna blaðfegurðar. Ekki í Lystigarðinum 2015.