Origanum vulgare

Ættkvísl
Origanum
Nafn
vulgare
Íslenskt nafn
Kjarrmæra
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Purpura.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
30-80 sm
Vaxtarlag
Fjölær, trékennd jurt með jarðstöngla, greinótt, allt að 90 sm há, ilmar mikið. Lauf allt að 4 sm, með stuttan legg, bogadregin til egglaga, heilrend eða ögn tennt, með kirtildoppur á neðra borði.
Lýsing
Blómskipunin gisinn skúfur eða hálfsveipur, stoðblöð allt að 10 mm, tvisvar sinnum lengd bikarsins, fjólublá-purpura eða græn, egglaga-oddbaugótt. Krónublöð purpura, allt að 4 mm.
Uppruni
Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð. Matjurt og kryddjurt.
Reynsla
Harðger og þrífst prýðilega hérlendis en sortirnar hafa lítið verið reyndar enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
Yrki eru til dæmis 'Compactum' mun lægri 15-20 sm, 'Aureum' 15 sm með gullgul laufblöð.