Ornithogalum umbellatum

Ættkvísl
Ornithogalum
Nafn
umbellatum
Íslenskt nafn
Sveipfuglamjólk
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Lífsform
Fjölær laukjurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinhvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Laukur allt að 3,25 sm í þvermál, næstum hnöttóttur, neðanjarðar, fjölmargir smálaukar. Blöðin að 30 x 8 sm, allmörg, línulaga, mjókka í oddinn með breiða, hvíta línu á miðtauginni.
Lýsing
Klasar breiður hálfsveipur, 6-20 blóm, blómhlífarblöð 1,5-2,2 sm, glansandi hreinhvít með grænni rönd á ytra borði, blómleggir verða láréttir og stinnir þegar fræin eru þroskuð, þeir neðri 5-9 sm.
Uppruni
Evrópa, N Afríka, M Austurlönd.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum, var plantað þar sem lauk 1989.