Oxalis acetocella

Ættkvísl
Oxalis
Nafn
acetocella
Íslenskt nafn
Súrsmæra
Ætt
Súrsmæruætt (Oxalidaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi-skuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-12 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem er skriðul, 3-12 sm há, jarðstönglar grannir, með hreistur, fölgrænir. Lauf þrífingruð, laufleggir uppréttir allt að 8 sm háir, smálauf allt að 1,5 x 2 sm, öfughjartalaga, fölgræn, lítt hærð.
Lýsing
Blómin stök, ná ögn upp fyrir laufin, 1,5 -2 sm í þvermál, krónublöðin hvít með pururalitar æðar. Aldin 3-4 mm, egglaga til hnöttótt.
Uppruni
N tempraði hluti Ameríku, Evrópa líka á Íslandi, Asía.
Harka
3
Heimildir
1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning, hliðarlaukar.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður undir tré og runna, í skógarbotn, í steinhæðir.
Reynsla
Harðgerð jurt, íslensk. Hefur lifað fjölda ára í Lystigarðinum. Friðlýst hérlendis.
Yrki og undirteg.
var. purpurascens Mart.('Rosea', 'Rubra') blómin bleik með purpura æðar. Hefur sést í görðum hérlendis.