Oxalis adenophylla

Ættkvísl
Oxalis
Nafn
adenophylla
Íslenskt nafn
Fagursmæra
Ætt
Súrsmæruætt (Oxalidaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lillableikur til fjólublár með dekkri æðar.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt sem ekki er með stöngla, 10-15 sm, vex frá grunni á brúnum, jarðstöngulhnýðum með hreistur. Laufin fjölmörg, upprétt til útstæð, laufleggir 5-12 sm, rauðbrúnir. Smálauf um 6 x 6 mm, 9-22, öfughjartalaga, silfurgrá, hárlaus.
Lýsing
Blómstönglar jafn langir og laufin, 1-3 blóma, Blómin um 2,5 sm í þvermál, lillableik til fjólublá með dekkri æðar og 5 purpura bletti í hvítu gininu. Biparblöð ekki með appelsínugul þykkildi.
Uppruni
Chile, V Argentína (Andesfjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur, í fjölæringa beð, í kanta.
Reynsla
Hefur verið í Lystigarðinum síðan 1975, þrífst vel. Harðgerð jurt, mjög góð í steinhæðir (H. Sig.)
Yrki og undirteg.
'Minima' með smærri lauf.