Oxytropis alpestris

Ættkvísl
Oxytropis
Nafn
alpestris
Íslenskt nafn
Skógarbroddi*
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Bláleitur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-10-12 sm
Vaxtarlag
Græn fjölær jurt sem myndar lausar breiður, engir stönglar. Axlablöð himnukennd, samvaxin við grunninn og með lauflegg sem er hálf lengd axlablaðanna eða ögn lengri, með hvít hár, endarnir með langan spjótlaga odd, randhærð. Laufleggir og aðalleggir laufanna með aðlæg, mjúk hár, með stöku útstæð hár. Smálauf 11-12 (20) pör, lensulaga eða öfugegglaga-lensulaga, 10-12 mm löng, með fremur lítið af aðlægum, mjúkum hárum bæði ofan og neðan. Blómskipunarleggir þaktir hvítu, strjálu hári og fínu, aðlægu svörtu hári.
Lýsing
Klasarnir eru stuttir, egglaga eða oddbaugóttir, dálítið lotnir. Stoðblöð band-lensulaga næstum jafnlöng eða ögn styttri en bikarinn, þakin löngu, hvítu hári innan um svörtu hárin. Bikarpípa trekt-bjöllulaga, með hvít og svört aðlæg mjúk hár. bikartennur 1/4 af krónupípunni. Krónan er bláleit. Fáninn 16-18 mm langur, öfugegglaga, meira eða minna framjaðraður. Vængir áberandi styttri en fáninn, ekki skiptir, kjölur jafn langur og vængirnir, oddur kjalarins um 1 mm langur. Belgir aflangir-egglaga, 15-18 mm langir, legglausir,þverstæðir-uppréttir, þaktir svörtu hári blönduðu því hvíta, með 1 skilvegg á brjóstsauminum.
Uppruni
V Síbería (SA Altaifjöll, Sailyugem fjöll) Einlend.
Heimildir
= Flora of Siberia/ Google
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum.
Reynsla
Ein planta undir þessu nafni er í Lystigarðinum, henni var sáð 2003 og gróðursett í beð 2004.