Oxytropis campestris

Ættkvísl
Oxytropis
Nafn
campestris
Ssp./var
ssp. campestris
Íslenskt nafn
Hagabroddi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósgulur, fjólublár
Blómgunartími
Maí-júlí.
Hæð
- 20 sm
Vaxtarlag
Lauf allt að 15 sm í blaðhvirfingunni, með 10-15 smáblaðapör og með langan legg, axlablöð lykja um um það bil hálfa lengdina, samvaxin blaðleggnum um það bil að 1/3 af lengd hans. Smálauf allt að 2,5 sm, oddbaugótt eða lensulaga, langydd, langhærð-lóhærð.
Lýsing
Blómstöngull allt að 20 sm, klasar egglaga, 5-15 blóma. Bikar allt að 1 sm, tennur allt að 3 mm. Krónan oftast ljósgul, fáninn allt að 2 x 1 sm, lítið eitt lengri en vængirnir, oddbaugóttur, breið-oddbaugóttur eða öfugegglaga, framjaðraður, kjölur oft fjólublár eða dökkfjólublár efst, tönn allt að 2 mm. Belgur/aldin allt að 18 x 8 mm, egglaga, uppréttur, lang-dúnhærður.
Uppruni
N Evrópa, M & S Evrópa (fjöll).
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.