Oxytropis campestris

Ættkvísl
Oxytropis
Nafn
campestris
Ssp./var
v. gracilis
Höfundur undirteg.
(A.Nelson) Barneby
Íslenskt nafn
Hagabroddi
Ætt
Ertublómaætt (Fabaceae).
Samheiti
O. gracilis (A.Nelson) K.Schum.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Maí-júní, aldin í júní-júlí.
Hæð
- 15 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, 4-28 sm há, grágræn og hærð. Grunnlauf 3-20 sm löng, fjaðurskipt, samsett. Smálaufin oftast fleiri en 17 (13-33), breið lensulaga-aflöng til mjó oddbaugótt, 5-30 mm löng. Axlablöð himnukennd, 5-15 mm löng, samvaxin að minnsta kosti hálfa lengdina, með gróf, löng jaðarhár, neðra borð oftast hært.
Lýsing
Blómstilkur oftast meira en 15 sm hár, klasarnir mep 10-30 blóm hver. Blómin 10-20 mm löng, gulhvít, kjölurinn ekki doppóttur. Bikar með strjál gráleit eða svört hár, um það bil hálf lengd krónunnar, tennur bandlaga-aflangar, 1-4 mm langar. Belgir 1-2,5 sm langir, legglausir eða leggstuttir, veggir himnukenndir, varla 0,5 mm þykkir. trjónan grönn, um 5 mm löng.
Uppruni
SV Manitoba vestur til British Columbia, Klettafjöll, N Cascades og Olympic fjöll.
Harka
3
Heimildir
= www1.dnr.wa.gov/nhp/refdesk/fguide/pfd/oxcag.pfd
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölæringum.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 1992.