Paeonia delavayi

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
delavayi
Íslenskt nafn
Trjábóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae) .
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Brúnrauður.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
Allt að 100 sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni sem hefur reyndar ekki fengið neitt nafn ennþá en ég kalla hana hér trjábóndarós til aðgreiningar frá hinni bóndarósinni sem nefnd er búskbóndarós. Uppréttur, stönglar grannir, holir, gráir-brúnir, markaðir af leifum gamalla blaða, aðeins greindir ofan til.
Lýsing
Runni allt að 1 m hár, hárlaus. Stilkar grannir, holir innan, staflaga, grá-brúnir, öróttir af grunnum gamalla blaðleggja og lítið eitt greinóttir efst. Lauf tvíþrífingruð, allt að 27 sm, standa lárétt við topp stilksins, djúpt og tígurlega skipt, enda í 3 smálaufa setti sem er 6 sm frá hliðasmálaufunum. Smálaufin egglaga-lensulaga, allt að 10 sm, dökkgræn ofan, blágræn neðan, heilrend eða tennt, stöku sinnum með flipa á hliðasmálaufunum, enda smálaufin þríklofin. Blóm allt að 9 sm í þvermál, bikarblöðin 5, hálfkringlótt, 2-2,5 sm í þvermál, græn, með 5-10 stoðblöð sem minna á lauf. Stoðblöðin egglaga til lensulaga, verða snögglega langydd, allt að 6 × 2 sm. Krónublöð öfugegglaga, fleyglaga við grunninn, allt að 4 × 3 sm brúnrauð. Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir dökkrauðir, frjóhnappar gulir. Frævur hárlausar. Fræhýði 5,3 × 1,5 sm, með kjötkennda, flipótta skífu við grunninn. Fræ brúnsvört.
Uppruni
Kína (Yunnan, Likiang).
Harka
6
Heimildir
= 1, 11
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, framan til í runnabeð.Vex í furu- og eikarskógum í heimkynnum sínum (Kína), sjaldnar í grasbrekkum eða í rjóðrum í ungum greniskógum í 2000 - 3600 m hæð yfir sjó.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1991, plantað í beð 1994, þrífst vel og blómstrar árlega. Flott bóndarós.