Paeonia intermedia

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
intermedia
Ssp./var
ssp. intermedia
Íslenskt nafn
Asíubóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae) .
Samheiti
Paeonia anomala L. v. intermedia (C. A. Meyer) O. Fedtsch. & B. Fedtsch.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-lítill skuggi.
Blómalitur
Purpurarauður.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
50-100 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem myndar allt að 1 m háan brúsk.
Lýsing
Fjölæringur, allt að 70 sm hár. Rætur eru sívalar, allt að 2,5 sm í þvermál, verða trékenndar með aldrinum, trefjarætur verða grófari, hnúðóttar. Efstu laufin tvíþrífingruð, smálauf skipt nokkrum sinnum í bleðla, ± legghlaupin við grunninn, bleðlarnir stundum flipóttir, bleðlar og flipar bandlaga, 6-16 × 0,4-1,5 sm, hárlausir á neðra borði, stinnhærðir á æðastrengjunum á efra borði, langyddir. Blómin stök, endastæð á stilknum, einföld, 6,5-12 sm, breið. Stoðblöð 3, minna á laufin, misstór. Bikarblöð 3-5, oft rauð-purpura, egglaga-kringlótt, 1,5-2,5 × 1-2 sm, oddar yfirleitt bogadregnir (a. m. k. 2 bikarblöð ekki rófuydd). Krónublöð purpurarauð öfugegglaga, 3,5-5,5 × 1,5-3 sm, oddur óreglulega skertur. Frjóþræðir 4-5 mm, frjóhnappar gulir, aflangir. Skífan kringlótt. Frævur (1 eða) 2 eða 3 (-5), hárlausar til þétt stutthærð. Fræhulstur 2-2,5 × 1,1-1,3 sm, venjulega gul, stutthærð, sjaldan hárlaus. Fræin eru svört, glansandi, aflöng, um 5 × 3 mm.&
Uppruni
Rússland til M-Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 1, 11, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar að hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Skrautbeð, stakar plöntur.Vex í opnum skógum, runnabrekkum og grasbrekkum í 1100-3000 m hæð í heimkynnum sínum.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1980, gróðursett í beð 1988 og 5 plöntur sem komnar eru upp af fræi að henni. Þrífast vel, blómstra og sá sér.
Útbreiðsla
Þetta er tegund sem mikill ruglingur er/hefur verið um, nú álitin náskyld P. anomala og hefur útbreiðslu sína í M-Asíu og á afmörkuðu svæði í Georgíu. Hvar hún stendur grasafræðilega séð mun skaffa fræðimönnum vinnu árum saman í framtíðinni, en á meðan getur garðyrkjufólk notið þessarar kraftmiklu plöntu sem ber flott, opin blóm, purpurarauð, seint á vorin. Falleg planta sem gerir engar sérstakar kröfur, þarf bara góðan garðajarðveg og stað þar sem bóndarósir geta vaxið.