Paeonia lactiflora

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
lactiflora
Íslenskt nafn
Silkibóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sólríkur vaxtarstaður eða í dálitlum skugga.
Blómalitur
Hvítur, bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
70-100 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 60-70 sm hár. Stilkar uppréttir, hárlausir, fremur stinnir, ljósgrænir með rauða bletti. Rætur sverar, mjókka til enda, allt að 3 sm í þvermál.
Lýsing
Efstu laufin tvíþrífingruð, dökkgræn, hárlaus ofan, ljósgræn og hárlaus neðan nema með fáein hár á æðastrengjunum. Smálauf heilrend eða flipótt, oddbaugótt eða lensulaga, fleyglaga við grunninn, langydd, jaðrar gróflega ósléttir þ. e. hvítir með brjóskkenndar tennur. Bleðlar allt að 15, lensulaga eða egg-lensulaga 4,5-16 × 1,5-4,8 sm. Blómin venjulega 1-3 á hverjum stilk, allt að 10 sm í þvermál, ilmandi, bæði endastæð og í blaðöxlum. Stundum myndast aðeins eitt endastætt blóm, einfalt (hjá villtum plöntum) eða ofkrýnt (hjá ræktuðum plöntum) 8-13 sm í þvermál. Krónublöð 9-13, öfugegglaga, allt að 4,5 × 3 sm, hvít eða bleik (villtar) eða breytileg að lit (ræktaðar), öfugegglaga, 3,5-6 × 1,5-4,5 sm. Bikarblöð 3 eða 4, breiðegglaga eða hálfkringlótt 1-1,5 × 1-1,7 sm. Stoðblöð 4 eða 5, lensulaga, misstór. Fræflar allt að 1,5 sm, gulir. Frjóþræðir gulir, 0,7-1,2 sm, frjóhnappar gulir. Diskur gulur, hringlaga. Frævur 2-5, grænar eða purpuralitar, hárlausar eða sjaldan lóhærðar. Fræhýði aflöng-sporvala 2,5-3 × 1,2-1,5 sm.
Uppruni
Tíbet, Mongólía, NV Kína og Síbería.
Harka
6
Heimildir
= 1, 11, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting að hausti.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, stakstæð. Vex í skógum og graslendi í heimkynnum sínum í 400 - 2300 m hæð. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 2000, gróðursett í beð 2004. Þrífst vel og blómstrar. Harðgerð, góð til afskurðar.
Yrki og undirteg.
Til er fjöldi blendinga eða yrkja sem eru komir út af þessari bóndarósar-tegund t.d. 'Festiva Maxima' með hvít fyllt blóm, hæð um80 sm, 'Karl Rosenfield' purpurarauð, ofkrýnd, hæð um 80 sm, 'Sarah Bernhardt' ljósbleik, ofkrýnd, hæð um 100 sm og fleiri.