Paeonia lactiflora

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
lactiflora
Yrki form
'Sara Bernhardt'
Íslenskt nafn
Silkibóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Eplablómableikur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
75-90 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta.
Vaxtarlag
Uppréttur fjölæringur, 75-90 sm hár og álíka umfangsmikill.
Lýsing
Laufið er milligrænt til dökkgrænt. Blómin eru mjög stór, eplablómableik, fyllt og ilmandi.
Uppruni
Yrki.
Harka
6
Heimildir
= 1, http://www.mobot.org, http://www.davesgarden.com, http://www.worldsend.co.uk, http://www.shootsgardening.co.uk, http://www.crocus.co.uk
Fjölgun
Fjölgað með því að skipta rótarhnýðinu að haustinu.
Notkun/nytjar
Í beð.Miðlungsvökvun, vökvið reglulega og ekki of mikið. Stilkarnir þurfa stuðning svo að þeir geti haldið uppi stórum blómunum. Frábær planta að hafa í sólríkum köntum. Þessi stórfenglega síðblómstrandi bóndarós hefur verið vinsæl lengi. Sníðið dauðu blómin af að blómgun lokinni. Bætið áburði sem leysist hægt upp ofan á moldina snemma vors svo sem moltu, safnhaugamold eða gömlum húsdýraáburði. Sveppasjúkdómar geta komið upp í svölu, röku veðri að vorinu.Sníðið þess vegna alla skemmda hluta af plöntunni og úðið það sem eftir stendur með sveppalyfi.
Reynsla
Ein planta keypt í Lystigarðinn 1989, gróðursett í beð sama ár, flutt í annað beð 2009. Tvær plöntur til viðbótar keyptar í Lystigarðinn 1995, gróðursettar í beð 1996 og fluttar í annað beð 2009. Fjórða plantan var keypt 2003 og gróðursett í beð sama ár. Þrífast vel og blómstra.
Útbreiðsla
Aðrar upplýsingar:Allir hlutar plöntunnar geta valdið magakveisu ef þeirra er neytt. Viðurkenning: RHS Award of Garden Merit