Paeonia mascula

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
mascula
Ssp./var
ssp. arietina
Höfundur undirteg.
(Anderson) Cullen & Heyw.
Íslenskt nafn
Glansbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Samheiti
Paeonia cretica
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljós til dökk rauðbleik/purpurarauður
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-75 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 75 sm hár. Stilkar lítt hærðir.
Lýsing
Fjölæringur, 40 (-75) sm hár með fremur breið, mattgræn smálauf og dálítið stærri blóm en aðaltegundin. Stilkar lítt hærðir. Lauf græn, hærð á neðra borði. Smálauf 12-15 og skiptast í 2 mjóa hvassydda flipa. Blómin eru skállaga, ljós til dökk rauðbleik/purpurarauð. Aldinin eru litskrúðug eins og hjá öðrum tegundum Mascula grúppunnar. Undirtegundin ssp. arietina er aðgreind frá hinum undirtegundunum á því að lauf eru hærð á neðra borði, smálauf 12-15, mjó-oddbaugótt.
Uppruni
N Ítalía, N Balkanskagi, V Asía.
Harka
8
Heimildir
= 1,2, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Sáning (langur uppeldistími), skipting (varlega).
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, með trjám og runnum í beð og víðar.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1988 (tvær sáningar, 3 plöntur), gróðursett í beð 1990, 2 plöntur fluttar í annað beð 2009. Einni í viðbót var sáð 1991, gróðursett í beð 1993. Þrífast vel og blómstra.