Paeonia mlokosewitchii

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
mlokosewitchii
Íslenskt nafn
Glóðarbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Samheiti
Grasafræðilega rétt nafn er núna talið vera: Paeonia daurica Andrews ssp. mlokosewitschii (Lomakin) D. Y. Hong.
Lífsform
Fölær jurt.
Kjörlendi
Sól, auðræktuð í dálitlum skugga.
Blómalitur
Föl sítrónugulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
Allt að 1 m
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 1 m hár. Stilkar hárlausir.
Lýsing
Lauf tvíþrífingruð, bláleit með rauðleita slikju í sterkri sól. Smálauf allt að 10 × 6,5 sm, breið-aflöng til öfugegglaga, stuttydd til snubbótt, dökk- til silfurgræn, hárlaus ofan, á neðra borði eru þau hárlaus eða lítið eitt hærð, hárin bogin. Blómin eru stór, allt að 12 sm breið, föl sítrónugul. Krónublöð íhvolf, breiðegglaga. Fræflar allt að 2,5 sm, gulir. Frævur 2-4, þétthærðar, fræni fölbleik eða gul. Fræhýði allt að 5 sm. Fræhýði skærbleik fræin djúpbleik.
Uppruni
SV Kákasus.
Harka
6
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar að hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Skrautblómabeð, þyrpingar.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum. Þrífst vel í Grasagarðinum í Reykjavík.
Útbreiðsla
Er mjög sjaldséð bóndarós upprunnin í Lagodeki dalnum í SV Kákasus.Þessari tegund hefur því miður næstum verið útrýmt í náttúrunni.