Paeonia officinalis

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
officinalis
Ssp./var
ssp. villosa
Höfundur undirteg.
(Huth) Cullen & Heyw.
Íslenskt nafn
Bóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Samheiti
P. officinalis L. ssp. huthii Soldano, P. peregrina var. villosa Huth
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður til vínrauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
Allt að 50 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur, allt að 50 sm hár. Smávaxnari og miklu sjaldgæfari en aðrar undirtegundir P. officinalis.
Lýsing
Smálauf færri og breiðari. Blóm djúprauð til vínrauð. Stilkar og laufleggir dálítið dúskhærðir, einkum ungir, smálauf eins og hjá Paeonia officinalis ssp. humilis. Frævur lóhærðar.
Uppruni
S Frakkland (Montpellier) to M Ítalía(Flórens).
Harka
8
Heimildir
= 1, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar að hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæð, í skrautblómabeð, í raðir, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2004.