Paeonia tenuifolia

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
tenuifolia
Íslenskt nafn
Þráðbóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Djúprauður.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
60-70 sm
Vaxtarlag
Brúskur af uppréttum, ógreindum, blöðóttum, hárlausum stönglum.
Lýsing
Mjög glæsileg jurt, fjölæringur, allt að 60 sm hár. Lauf fínlega tvíþrífingruð, smálauf skert og flipótt, þrífjaðurskipt, mynda marga bandlaga flipa, snubbótt, hárlaus, dökk græn ofan, glansandi, bláleit neðan. Blómin skállaga, allt að 8 sm í þvermál á löngum álútum stilk. Krónublöðin eru öfuglensulaga til öfugegglaga, snubbótt til framjöðruð, djúprauð. Fræflar allt að 1,5 sm, gulir. Frævur 2-3, snarp-lóhærð. Aldin allt að 2 sm.
Uppruni
SA Evrópa, Kákasus.
Harka
8
Heimildir
= 1,2, http://www.rareplants.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar að hausti, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í raðir. Þarf uppbindingu.
Reynsla
Sáð í Lystigarðinum 1990, gróðursett í beð 1993. Þrífst vel og blómstrar. Harðgerð og blómviljug, hefur reynst vel í Lystigarðinum.