Paeonia wittmanniana

Ættkvísl
Paeonia
Nafn
wittmanniana
Íslenskt nafn
Mánabóndarós
Ætt
Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
Samheiti
P. abchabica Mitz., P. Wittmanniana auct. cauc. non Stev. pp. ; P. abchasica Mitz. P. tomentosa Kolak.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til dálítill skuggi.
Blómalitur
Gulur/fölgulur til hvítur, sjaldan fölbleikur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
50-70 sm
Vaxtarlag
Falleg jurt, fjölæringur, 50(-70) sm, eða allt að 120 sm hár. Hárlausir uppréttir stönglar, fremur stinnir. Þarf samt uppbindingu.
Lýsing
Rótin gulrótarlaga. Stilkar hárlausir. Lauf tvíþrífingruð, 8-15(24) sm löng og 4,5-10(16,5) sm breið, dökkgræn ofan, fölgræn á neðra borði. Smálauf allt að 16 sm, breið-egglaga til oddbaugótt, ydd, langhrokkinhærð neðan einkum á æðastrengjunum. Blómin falleg, allt að 12,5 sm breið, skállaga, gul/fölgul til hvít, sjaldan fölbleik. Krónublöð 4-6 sm löng. Frævur 2-4, lóhærðar, fræni rauð.
Uppruni
NV Kákasus.
Harka
7
Heimildir
= 1,2, http://www.rareplants.de, http://www.paeo.de
Fjölgun
Skipting eða rótargræðlingar síðsumars, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, stakstæð. Auðræktuð í frjóum vel framræstum jarðvegi.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
var. wittmanniana - fræva hárlausvar. tomentosa Lom. - fræva með þéttan hárflóka.
Útbreiðsla
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Hefur verið notuð í kynblandanir með P. lactiflora til að fá fallegar sortir með gulum blómum. Ein þeirra er 'Ballerina' með stórum gulum ofkrýndum blómum hefur dafnað vel um árabil í Grasagarði Reykjavíkur.