Papaver alpinum

Ættkvísl
Papaver
Nafn
alpinum
Íslenskt nafn
Fjallasól
Ætt
Draumsóleyjarætt (Papaveraceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur, gulur, appelsínugulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-25 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 25 sm há. Stöngull eins og blómstilkur, oft mjög stuttur. Laufin grunnlauf, allt að 20 sm, 2-3 fjaðurskipt, flipar 6-8, lensulaga, bandlaga, egglaga eða egglensulaga, ydd, stöku sinnum fjaðurflipótt, allt að 1,5 sm breið, bláleit-grágræn til græn, hárlaus til ögn stinnhærð, tennt.
Lýsing
Blómin stök, á sívölum stilk, allt að 25 sm háum. Krónublöðin hvít, gul eða appelsínugul, bogadregin til öfugegglaga, allt að 2,5 sm. frænisskífa 4-5 geisla. Aldin allt að 1 sm, aflöng til öfugkeilulaga, með mjög aðlæg þornhár.
Uppruni
Alpar, Pýreneafjöll, Karpatafjöll.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð jurt. Nokkrir misgamlir einstaklingar eru í Lystigarðinum, halda sér við með sáningu.
Yrki og undirteg.
Mjög breytileg tegund með óviss mörk! P. burseri, kerneri, pyrenaicum og rhaeticum eru ef til vill meðhöndlaðar sem hluti af þessum komplex.